Karl Christian Gmelin

Karl Christian Gmelin

Karl (Carl) Christian Gmelin (fæddur 18. mars 1762 í Badenweiler – látinn 26. júní 1837,), var þýskur grasafræðingur. Hann var bróðir Wilhelm Friedrich Gmelin.

Hann lærði læknisfræði og náttúruvísindi við háskólana í Strasbourg og Erlangen og lauk prófi frá þeim seinni 1784. Eftir útskrift var hann náttúruvísindakennari í skólanum í Karlsruhe í 50 ár. Meðal hans þekktari nemenda var grasafræðingurinn Alexander Braun. Í Karlsruhe var hann einnig umsjónarmaður grasagarðsins og yfir náttúrugripasafninu frá frá 1786.[1]

Hann var einnig höfundur þriggja binda verksins "Flora Badensis Alsatica" (1805–08).

Sumar tegundir með tegundarheitinu gmelinii eru nefndar til heiðurs honum (eða til heiðurs Johann Friedrich Gmelin (1784–1804)).

Nafn hans er stytt í "C. C. Gmelin" í nafngiftum.

  1. ADB:Gmelin, Karl Christian In: Allgemeine Deutsche Biographie (ADB). Band 9, Duncker & Humblot, Leipzig 1879, S. 271 f.

From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy